Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. nóvember 2020 17:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
De Boer: Auðvitað vill Donny spila meira
Mynd: Getty Images
„Auðvitað reyni ég að sýna honum að ég hef eins mikla trú á honum og hægt er, ég sýndi honum það þegar ég spilaði honum gegn Ítalíu," sagði Frank de Boer, landsliðsþjálfari Hollands, í viðtali við Voetbal International.

De Boer talar þarna um Donny van de Beek, leikmann Manchester United, og í kjölfarið ræðir hann stöðu miðjumannsins hjá enska félaginu. Hinn 23 ára gamli Donny hefur takmarkað fengið að spila á leiktíðinni og hafa einhverjir furðað sig á kaupum United á miðjmanninum.

„Hann gerði nokkuð vel (gegn Ítalíu). Hann er einnig að gera vel hjá Manchester United en liðið er með frábæra miðju. Það er auðvitað erfitt en Donny mun þó fá nóg að spila. Auðvitað vill hann meira en þú verður líka að aðlagast nýrri keppni."

„Hann mun fá reynslu af þessu og vonandi fær hann mínútur. Hvað sme gerist þá er hann hæfileikaríkur svo við getum notað hann vel,"
sagði De Boer.

Holland undirbýr sig undir vináttulandsleik gegn Spáni á morgun og í kjölfarið fylgja leikir við Bosníu og Hersegóvínu og Pólland í Þjóðadeildinni.

Donny hefur ekki byrjað í úrvalsdeildinni hjá United en byrjað tvo síðustu leiki liðsins í Meistaradeildinni. Hann var ónotaður varamaður í 1-3 útisigri á Everton um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner