
Englendingar eru búnir að opinbera HM-hóp sinn. Mótið í Katar hefst eftir tíu daga.
Gareth Southgate hefur opinberað sinn hóp en það hefur verið beðið eftir hópnum með mikilli eftirvæntingu.
James Maddison, leikmaður Leicester, er í hópnum eftir að hafa ekki fengið kallið í síðustu verkefni. Callum Wilson, sóknarmaður Newcastle, er með. Marcus Rashford snýr aftur í hópinn og þá eru Conor Gallagher, Kalvin Phillips og Jordan Henderson allir með.
Englendingar fóru í úrslitaleik á EM í fyrra en það er ekki búist við eins góðum árangri í Katar. Enska liðið hefur ekki verið að spila sérlega vel upp á síðkastið.
Markverðir: Nick Pope (Newcastle), Aaron Ramsdale (Arsenal), Jordan Pickford (Everton).
Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Ben White (Arsenal), Conor Coady (á láni hjá Everton frá Wolves), Eric Dier (Tottenham), Harry Maguire (Manchester United), Luke Shaw (Manchester United), John Stones (Manchester City), Kieran Trippier (Newcastle), Kyle Walker (Manchester City).
Miðjumenn: Jude Bellingham (Borussia Dortmund), Mason Mount (Chelsea), James Maddison (Leicester), Jordan Henderson (Liverpool), Kalvin Phillips (Manchester City), Declan Rice (West Ham), Conor Gallagher (Chelsea).
Framherjar: Phil Foden (Manchester City), Jack Grealish (Manchester City), Callum Wilson (Newcastle), Harry Kane (Tottenham), Bukayo Saka (Arsenal), Raheem Sterling (Chelsea), Marcus Rashford (Man Utd).
The wait is over.
— England (@England) November 10, 2022
It's the official #ThreeLions squad announcement for the @FIFAWorldCup! 🏴 pic.twitter.com/XKJFbaDM0t
Athugasemdir