
Hinn 17 ára gamli Youssoufa Moukoko er á leið á HM í Katar með þýska landsliðinu.
Hann er í hópnum sem Hansi Flick, landsliðsþjálfari Þýskalands, mun kynna innan skamms. Þetta kemur fram í þýskum fjölmiðlum í morgunsárið.
Hann er í hópnum sem Hansi Flick, landsliðsþjálfari Þýskalands, mun kynna innan skamms. Þetta kemur fram í þýskum fjölmiðlum í morgunsárið.
Moukoko er leikmaður Borussia Dortmund en hann hefur ekki enn spilað fyrir A-landslið Þýskalands.
Hann getur einnig spilað fyrir Kamerún en það er orðið nokkuð ljóst að hann muni spila fyrir Þýskaland frekar.
Moukoko hefur á þessari leiktíð spilað 13 deildarleiki fyrir Dortmund og er hann búinn að skora sex mörk í þeim. Hann er einn efnilegasti leikmaður í heimi.
Athugasemdir