Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   sun 10. nóvember 2024 20:57
Brynjar Ingi Erluson
Tveir sigrar í röð hjá Panathinaikos - Fredrikstad heldur enn í vonina um að komast í Evrópukeppni
Mynd: Getty Images
Gríska liðið Panathinaikos vann annan leik sinn í röð í deildinni er það lagði Lamia að velli, 1-0.

Sverrir Ingi Ingason var í vörn Panathinaikos í leiknum en Hörður Björgvin Magnússon var ekki með.

Þetta var annar deildarsigurinn í röð undir portúgalska þjálfaranum Rui Vitoria.

Panathinaikos er í 5. sæti með 19 stig, tveimur stigum frá toppliði AEK.

Júlíus Magnússon og félagar í Fredrikstad gerðu þá 2-2 jafntefli við Bodö/Glimt í 28. umferð norsku úrvalsdeildarinnar.

Fredrikstad hefur verið í baráttu um Evrópusæti allt tímabilið en nú er útlit fyrir að sá draumur sé úti.

Eins og staðan er núna er Fredrikstad fjórum stigum frá Evrópusæti þegar tvær umferðir eru eftir og þarf margt að falla með liðinu til að það spili í Evrópu á næsta tímabili.

Víkingurinn lék allan leikinn á miðsvæðinu á annars frábæru tímabili en Fredrikstad er nýliði í norsku deildinni og er einnig komið í úrslit bikarsins.

Fredrikstad horfir væntanlega í þá leið til þess að komast í Evrópu en sigurvegarinn fer í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner