Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. janúar 2021 23:23
Brynjar Ingi Erluson
Özil vill spila fyrir Fenerbahce - „Stærsta félagið í Tyrklandi"
Mynd: Getty Images
Mesut Özil vill spila fyrir tyrkneska félagið Fenerbahce en hann segir frá þessu á Twitter. Hann hefur einnig mikinn áhuga á að fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum.

Tyrkneska félagið hefur verið í viðræðum við Özil síðustu daga og er allt útlit fyrir að hann gangi í raðir Fenerbahce í sumar og jafnvel fyrr.

Hann er í kuldanum hjá Mikel Arteta, stjóra Arsenal, en hann var ekki í Evrópu- og úrvalsdeildarhópnum fyrir tímabilið og þá verður hann samningslaus í sumar og því frjálst að ræða við önnur félög.

Özil ólst upp í Tyrklandi en er af tyrkneskum ættum og er mikill stuðningsmaður Fenerbahce. Hann hefur svarað spurningum frá fólki á Twitter í kvöld og var hann þar spurður út í framtíðina.

„Ég mun klárlega halda áfram að spila. Ég vil spila í tveimur löndum áður en ferillinn er á enda en það er í Tyrklandi og Bandaríkjunum," sagði Özil.

„Ef ég myndi fara til Tyrklands þá myndi ég bara semja við Fenerbahce. Ég ólst upp sem stuðningsmaður Fenerbahce og allir þeir sem búa í Þýskalandi og eru af tyrkneskum ættum eiga sér uppáhaldslið í Tyrklandi. Mitt var Fenerbahce."

„Fenerbahce er eins og Real Madrid á Spáni. Þetta er stærsta félagið í Tyrklandi,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner