Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. janúar 2022 17:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ryan Shawcross leggur skóna á hilluna
Mynd: Shawcross
Ryan Shawcross, fyrrum fyrirliði Stoke City, hefur lagt skóna á hilluna.

Shawcross er 34 ára gamall og vill snúa sér að þjálfun. Shawcross spilaði hjá Inter Miami á lokakafla ferilsins en meiddist í baki og var frá út síðasta tímabil.

Shwacross er uppalinn hjá Buckley Town og Manchester United. Hann fór fyrst á lán til Stoke tímabilið 2007-08 áður en Stoke keypti hann til sín. Hjá Stoke var hann þar til í fyrra og árið 2012 lék hann sinn eina landsleik fyrir England.

Shawcross lék tvo leiki í deildabikarnum með Man Utd og alls 401 leik með Stoke í deildarkeppni.

Sjá einnig:
Shawcross fær ársbirgðir af svitalyktareyði


Athugasemdir
banner