Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. febrúar 2021 10:08
Magnús Már Einarsson
Kepa byrjar í kvöld - Tuchel vill ekki að hann geri of mikið
Kepa Arrizabalaga.
Kepa Arrizabalaga.
Mynd: Getty Images
Kepa Arrizabalaga byrjar í marki Chelsea í kvöld þegar liðið mætir Barnsley í enska bikarnum. Kepa kom til Chelsea á 72 milljónir punda árið 2018 en hann var mikið gagnrýndur á síðasta tímabili og í byrjun þessa tímabils.

Edouard Mendy var keyptur til Chelsea í haust og Kepa hefur setið á bekknum hingað til á tímabilinu. Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur varað Kepa við því að ætla sér ekki of mikið í leiknum í kvöld.

„Það er mjög mikilvægt fyrir mig að segja þetta. Hann þarf ekki að gera of mikið. Ég vil að hann spili eðlilegan leik. Hann þarf ekki að sýna mér eða öðrum að hann sé klár í að vera aðalmarkvörður spænska landsliðsins í sumar," sagði Tuchel.

„Hann þarf bara að sýna gæði sín. Ekki meira eða minna. Við þurfum að passa upp á væntingarnar. Ég er ekki að búast við að hann skori og haldi hreinu."

„Ég vil bara að hann hjálpi okkur með gæðum sínum og eigi flotta frammistöðu til að hjálpa liðinu. Hann er með stór persónuleg markmið og það er eðlilegt."

Athugasemdir
banner
banner