Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fim 11. febrúar 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Rummenigge daðrar við Salah - „Afríski Messi"
Mohamed Salah í leiknum gegn Manchester City á dögunum
Mohamed Salah í leiknum gegn Manchester City á dögunum
Mynd: Getty Images
Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München í Þýskalandi, hefur mikinn áhuga á því að fá egypska sóknarmanninn Mohamed Salah frá Liverpool en hann ræðir Salah við On Time Sports.

Salah er 28 ára gamall og einn besti knattspyrnumaður heims í dag en hann hefur verið eitt öflugasta vopn Liverpool síðustu þrjú árin eða frá því hann kom frá Roma.

Framtíð Salah hjá Liverpool hefur verið eitt helsta umræðuefni ensku miðlana undanfarið en Barcelona og Real Madrid eru áhugasöm og þá virðist Bayern einnig vilja fá leikmanninn.

Rummenigge hefur áður talað opinskátt um áhuga Bayern á samningsbundnum leikmönnum en hann segir að Salah sé afríski Lionel Messi.

„Við erum ekki að hugsa um að kaupa Mo Salah í augnablikinu en það væri heiður að hafa hann hjá okkur. Hann er afríski Lionel Messi að mínu mati og hefur klárlega hæfileikana til að spila fyrir bestu félög heims," sagði Rummenigge.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner