Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 11. febrúar 2024 23:41
Sölvi Haraldsson
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var bara ógeðslega gaman. Fínn leikur, við byrjuðum í smá brasi en við bættum í þetta undir lok fyrri hálfleiks. Síðan tókum við yfir leikinn í seinni hálfleik.“ sagði Guðjón Máni Magnússon, framherji ÍR-inga, eftir frábæran 4-2 sigur á spræku liði Þróttar í kvöld. 


Guðjón Máni skoraði tvö mörk í dag en hann var mun sáttari með frammistöðu ÍR-inga í seinni hálfleik en í þeim fyrri.

Talið hjá Árna og Jóa breytti þessu dálítið í seinni hálfleik. Við fórum aðeins yfir stöðuna í hálfleik, taktík og hvað við ættum að gera betur. Við leystum seinni hálfleikinn mjög vel.“

Þróttarar fengu rautt í seinni hálfleik eftir að hafa hrint leikmanni ÍR en leikurin róaðist mikið eftir það.

Mér fannst svæðið opnast miklu meira eftir rauða spjaldið og þeir voru kannski smá eftir eftir það. En við stjórnum leiknum bara eftir það fyrir utan skítamarkið sem við fáum á okkur hérna í lokin. En við áttum bara seinni háfleikinn, fannst mér allavegana.

Guðjón sér mikla bætingu milli leikja. Honum finnst nýju mennirnir vera búnir að venjast taktíkinni mjög vel í seinustu leikjum. 

Mér finnst þeir bara frábærir. Hvernig Marc nær að stýra leiknum og Kristján líka á miðjunni. Þeir eru báðir grjótharðir, eitthvað sem þurfti.

Guðjón stefnir á það að skora mark í fyrsta leik sumarsins og halda því síðan áfram.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner