Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
banner
   sun 11. febrúar 2024 23:41
Sölvi Haraldsson
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var bara ógeðslega gaman. Fínn leikur, við byrjuðum í smá brasi en við bættum í þetta undir lok fyrri hálfleiks. Síðan tókum við yfir leikinn í seinni hálfleik.“ sagði Guðjón Máni Magnússon, framherji ÍR-inga, eftir frábæran 4-2 sigur á spræku liði Þróttar í kvöld. 


Guðjón Máni skoraði tvö mörk í dag en hann var mun sáttari með frammistöðu ÍR-inga í seinni hálfleik en í þeim fyrri.

Talið hjá Árna og Jóa breytti þessu dálítið í seinni hálfleik. Við fórum aðeins yfir stöðuna í hálfleik, taktík og hvað við ættum að gera betur. Við leystum seinni hálfleikinn mjög vel.“

Þróttarar fengu rautt í seinni hálfleik eftir að hafa hrint leikmanni ÍR en leikurin róaðist mikið eftir það.

Mér fannst svæðið opnast miklu meira eftir rauða spjaldið og þeir voru kannski smá eftir eftir það. En við stjórnum leiknum bara eftir það fyrir utan skítamarkið sem við fáum á okkur hérna í lokin. En við áttum bara seinni háfleikinn, fannst mér allavegana.

Guðjón sér mikla bætingu milli leikja. Honum finnst nýju mennirnir vera búnir að venjast taktíkinni mjög vel í seinustu leikjum. 

Mér finnst þeir bara frábærir. Hvernig Marc nær að stýra leiknum og Kristján líka á miðjunni. Þeir eru báðir grjótharðir, eitthvað sem þurfti.

Guðjón stefnir á það að skora mark í fyrsta leik sumarsins og halda því síðan áfram.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner