Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   sun 11. febrúar 2024 22:35
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Sex mörk og rautt spjald í sigri ÍR á Þrótti
ÍR-ingar fara vel af stað í Lengjubikarnum
ÍR-ingar fara vel af stað í Lengjubikarnum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
ÍR 4 - 2 Þróttur R.
0-1 Viktor Andri Hafþórsson ('5 )
1-1 Guðjón Máni Magnússon ('45 )
2-1 Guðjón Máni Magnússon ('58 )
3-1 Marc Mcausland ('66 )
4-1 Sæmundur Sven A Schepsky ('87 )
4-2 Izaro Abella Sanchez ('90 )
Rautt spjald: Samúel Már Kristinsson , Þróttur R. ('69)

ÍR-ingar unnu Þróttara, 4-2, í riðli 2 í A-deild Lengjubikars karla í Egilshöllinni í kvöld.

Þróttarar fengu óskabyrjun er Viktor Andri Hafþórsson kom boltanum í netið á 5. mínútu leiksins.

Undir lok fyrri hálfleiksins jafnaði Guðjón Máni Magnússon fyrir ÍR-inga, mark sem var mjög mikilvægt að ná í fyrir hálfleik.

Heimamenn gengu á lagið í þeim síðari. Guðjón Máni gerði annað mark sitt á 58. mínútu og þá bætti Marc Mcausland við þriðja markinu stuttu síðar.

Það bætti gráu ofan á svart fyrir Þróttara er Samúel Már Kristinsson fékk að líta rauða spjaldið rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Sæmundur Sven A Schepsky skoraði fjórða markið á 87. mínútu áður en Izaro Abella Sanchez klóraði í bakkann með sárabótarmarki undir lok leiks.

ÍR-ingar gátu ekki beðið um betri byrjun í Lengjubikarnum en þetta var fyrsti leikur beggja liða.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner