Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   þri 11. febrúar 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Joao Félix vill vera hjá Milan lengur en til sumars
Það er enginn kaupmöguleiki sem fylgdi með í lánssamningi Joao Félix. Hann mun því snúa aftur til Chelsea næsta sumar nema að Milan leggi fram gott tilboð.
Það er enginn kaupmöguleiki sem fylgdi með í lánssamningi Joao Félix. Hann mun því snúa aftur til Chelsea næsta sumar nema að Milan leggi fram gott tilboð.
Mynd: EPA
Það ríkir mikil ánægja í Mílanó á fyrstu dögum portúgalska sóknarleikmannsins Joao Félix hjá félaginu.

Milan krækti í Félix á lánssamningi frá Chelsea undir lok janúargluggans og skoraði hann í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

„Ég er kominn til AC Milan á lánssamningi en ég væri ánægður með að fá að vera hérna lengur. Þetta er topp evrópskt félag og ég er nú þegar orðinn ástfanginn af öllu hérna," sagði Félix.

„Inter vildi líka fá mig en það var aldrei að fara að gerast... ég vildi bara Milan. Kaká var fyrirmyndin mín í æsku."

Zlatan Ibrahimovic tjáði sig einnig um félagaskiptin.

„Það tók okkur bara fimm mínútur að ganga frá lánssamningnum fyrir Joao Félix," sagði hann.

„Sergio Conceicao (nýr þjálfari Milan) vildi Joao og við ákváðum að treysta honum. Við vorum mjög snöggir að ljúka þessum viðskiptum."
Athugasemdir
banner
banner