Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 11. mars 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gæti átt yfir höfði sér langt bann
Mynd: EPA
Angel Correa, leikmaður Atletico Madrid, gæti átt yfir höfði sér langt bann eftir að hafa verið rekinn af velli í tapi liðsins gegn Getafe um helgina.

Correa kom inn á í hálfleik. Alexander Sörloth kom Atletico yfir þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Correa fékk síðan rautt spjald þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma en það fór illa í hann og hann hraunaði yfir dómarinn.

Spænskir fjölmiðlar greina frá því að hann gæti átt yfir höfði sér langt bann en Diego Simone stjóri Atletico vildi ekki tjá sig um atvikið eftir leik. Correa sendir frá sér afsökunarbeiðni til dómarans í gegnum samfélagsmiðla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner