Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti frábært landsliðsverkefni núna á dögunum. Hún spilaði sinn 50. landsleik gegn Noregi og fylgdi því eftir með að skora þrennu gegn Sviss.
Karólína er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir landsliðið og það fer mikið í gegnum hana. Hún verður í stóru hlutverki með liðinu á Evrópumótinu í sumar.
Karólína er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir landsliðið og það fer mikið í gegnum hana. Hún verður í stóru hlutverki með liðinu á Evrópumótinu í sumar.
Hún er núna á sínu öðru tímabili með Bayer Leverkusen á láni frá stórveldinu Bayern München. Það verður áhugavert að fylgjast með því hvað hún gerir í sumar en hún var spurð út í það í viðtali á dögunum.
„Þetta hefur frábært tímabil hjá félaginu, náð í marga sigra og mikið af stigum. Persónulega er þetta erfitt leikplan sem er í gangi og það hentar mér ekki nægilega vel. Ég verð að skoða mína möguleika í sumar," sagði Karólína.
„Ég á eitt ár eftir hjá Bayern og verð að skoða hvað er best fyrir mig. Ég er að fara á fund með þeim og tek ákvörðun."
Hún hefur verið í samskiptum við Bayern á meðan láninu stendur. „Já, ég er í mjög góðum samskiptum við Bayern og heyri oft í þeim. Ég á góðan fund inni hjá þeim."
Athugasemdir