Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: Við hefðum getað klárað leikinn
Túfa: Ósanngjarnt að við unnum ekki
Davíð Smári: Fagna því að menn hafi sofið á okkur
Auðun Helgason: Fótboltinn kitlar alltaf
Arnór Gauti: Þetta var bara fullkominn dagur
Höskuldur tileinkaði markið nýfæddri dóttur sinni: Sennilega átt að taka vögguna frekar
Maggi: Eina skiptið á ævinni sem ég er pirraður út í Anton
Dóri Árna: Vonbrigði að fókus Mosfellinga var á að púa á Arnór Gauta
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
   mán 07. apríl 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Icelandair
Karólína Lea spilaði sinn 50. landsleik gegn Noregi síðasta föstudag.
Karólína Lea spilaði sinn 50. landsleik gegn Noregi síðasta föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telur möguleikana góða gegn Sviss.
Telur möguleikana góða gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik," sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og hló þegar undirritaður spurði hana út í 50. landsleikinn á hóteli landsliðsins í gær.

Karólína spilaði sinn 50. landsleik gegn Noregi síðasta föstudag og fékk fyrir það úr frá KSÍ.

„Ég er mjög stolt að hafa náð þessu og vonandi eru bara góðir tímar framundan," sagði Karólína.

Þegar þú varst að byrja í fótbolta varstu þá að búast við því að þú myndir spila 50 landsleiki fyrir Ísland?

„Það var alltaf markmiðið. Svo spilar maður einn og þá kemur þetta náttúrulega. Ég er mjög sátt."

„Ég er mjög ánægð með úrið. Það er mjög stórt og ég þarf að fara með það til smiðs. Annars er ég mjög sátt."

Þurfum að ná þessu marki inn
Ísland spilar við Sviss á morgun klukkan 16:45 en stelpurnar okkar gerðu jafntefli við Noreg síðastliðinn föstudag, 0-0. Báðir þessir leikir eru í Þjóðadeildinni.

„Það var mikið af ljósum punktum gegn Noregi og við þurfum að byggja ofan á því gegn Sviss. Við vorum mjög þéttar varnarlega og sköpum okkur mikið af færum. Við þurfum að ná þessu marki inn," sagði Karólína.

Karólína fékk færi til að skora og var hún mjög nálægt því. Í seinna færinu setti hún boltann í slána og yfir.

„Sumt fer inn og sumt ekki," sagði Karólína. „Þetta fer vonandi inn í næsta leik, vonandi verður smá heppni með okkur."

Hún segir að það séu góðir möguleikar á að gera eitthvað gott gegn Sviss á morgun.

„Já, klárlega. Ef við höldum áfram að vera þéttar varnarlega og höldum áfram að skapa okkur færi, þá hlýtur þetta að koma," sagði þessi frábæri leikmaður en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner