Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mán 07. apríl 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Icelandair
Karólína Lea spilaði sinn 50. landsleik gegn Noregi síðasta föstudag.
Karólína Lea spilaði sinn 50. landsleik gegn Noregi síðasta föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telur möguleikana góða gegn Sviss.
Telur möguleikana góða gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik," sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og hló þegar undirritaður spurði hana út í 50. landsleikinn á hóteli landsliðsins í gær.

Karólína spilaði sinn 50. landsleik gegn Noregi síðasta föstudag og fékk fyrir það úr frá KSÍ.

„Ég er mjög stolt að hafa náð þessu og vonandi eru bara góðir tímar framundan," sagði Karólína.

Þegar þú varst að byrja í fótbolta varstu þá að búast við því að þú myndir spila 50 landsleiki fyrir Ísland?

„Það var alltaf markmiðið. Svo spilar maður einn og þá kemur þetta náttúrulega. Ég er mjög sátt."

„Ég er mjög ánægð með úrið. Það er mjög stórt og ég þarf að fara með það til smiðs. Annars er ég mjög sátt."

Þurfum að ná þessu marki inn
Ísland spilar við Sviss á morgun klukkan 16:45 en stelpurnar okkar gerðu jafntefli við Noreg síðastliðinn föstudag, 0-0. Báðir þessir leikir eru í Þjóðadeildinni.

„Það var mikið af ljósum punktum gegn Noregi og við þurfum að byggja ofan á því gegn Sviss. Við vorum mjög þéttar varnarlega og sköpum okkur mikið af færum. Við þurfum að ná þessu marki inn," sagði Karólína.

Karólína fékk færi til að skora og var hún mjög nálægt því. Í seinna færinu setti hún boltann í slána og yfir.

„Sumt fer inn og sumt ekki," sagði Karólína. „Þetta fer vonandi inn í næsta leik, vonandi verður smá heppni með okkur."

Hún segir að það séu góðir möguleikar á að gera eitthvað gott gegn Sviss á morgun.

„Já, klárlega. Ef við höldum áfram að vera þéttar varnarlega og höldum áfram að skapa okkur færi, þá hlýtur þetta að koma," sagði þessi frábæri leikmaður en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner