Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   þri 11. maí 2021 21:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Boginn
Andri Hjörvar: Verða gjöra svo vel að vera á tánum allan leikinn
Það liggur stundum við að sá þjálfari sem kallar hæst fái dóminn með sér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Svekkelsi, það er alltaf hundleiðinlegt að tapa leik. Sérstaklega þegar það er lagt svo mikið púður í leikinn," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, eftir tap gegn Selfossi í Boganum í kvöld.

„Stelpurnar reyndu hvað þær gátu og því miður dugði það ekki í dag."

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Selfoss

Hvað var Andri ósáttur með í leik sinna leikmanna?

„Það eru þessi augnablik sem skipta svo miklu máli í þessari íþrótt. Það er andartaks einbeitingarleysi og það getur skilið á milli sigurs, jafnteflis og taps. Við áttum kannski tvö slík augnablik, örfá fleiri kannski, og fengum á okkur tvö mörk í kjölfarið. Þannig þetta er afskaplega dýrt. Mínar stelpur verða að gjöra svo vel að vera á tánum allan leikinn, annars fer sem fer."

Fannst þér þitt lið komast í góðar stöður nægilega oft sóknarlega?

„Já, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hérna úti í hornunum náðum við að mynda trekk í trekk stöður tveir á einn, tveir á tvo, einn á einn, til að valda usla. Það var uppleggið að vera ekkert að dæla krossum inn í þar sem þær eru með stóra hafsenta. Við ætluðum að spila á jörðinni og í krignum það. Mér fannst það takast afar vel á köflum, sérstaklega í fyrri hálfleik."

Andri var spurður út í inn á köll frá bekkjunum í dag.

„Ég þekki nú Alfreð alveg ágætlega og þetta er hans stíll, kannski smitast maður eitthvað aðeins af honum. Það eru einmitt þessi köll, stundum finnst mér þau, köllin hjá þjálfurum, vera fullmikil og hafa fullmikil áhrif á dómarana. Það liggur stundum við að sá þjálfari sem kallar hæst fái dóminn með sér. Þetta er parur af leiknum, Alfreð er tilfinningamaður á hliðarlínunni og ég líka. Ég skil alla þjálfara sem eru gargandi og gólandi," sagði Andri.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner