„Við höfum verið góðir á heimavelli undanfarin ár. Við höfum verið að nálgast Króatana í síðustu leikjum sem við höfum spilað við þá og nú er kominn tími á að vinna þá," segir Birkir Már Sævarsson um leikinn gegn Króatíu í kvöld klukkan 18:45.
Þessar þjóðir eru að mætast í fjórða skipti síðan árið 2013.
„Þetta er mikið það sama. Við erum að fara yfir síðustu leiki og svona. Þetta verða svipaðar áherslur," sagði Birkir.
Birkir fær væntanlega það hlutverk í kvöld að eiga við Ivan Perisic kantmann Inter.
Þessar þjóðir eru að mætast í fjórða skipti síðan árið 2013.
„Þetta er mikið það sama. Við erum að fara yfir síðustu leiki og svona. Þetta verða svipaðar áherslur," sagði Birkir.
Birkir fær væntanlega það hlutverk í kvöld að eiga við Ivan Perisic kantmann Inter.
„Það er gaman að mæta þessum heimsklassa leikmönnum og mæla sig við þá. Maður verður sjálfur betri leikmaður á að mæta svona leikmönnum."
Birkir hefur sjálfur verið í góðum gír með Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni en liðið er í 7. sæti.
„Það er búið að ganga mjög vel og framar vonum. Ég er búinn að spila alla leiki og er í fínu formi. Þetta hefur verið fínt tímabil," sagði Birkir.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
























