Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   þri 11. júní 2019 21:26
Arnar Helgi Magnússon
Hörður um umræðuna fyrir leik: Peppaði okkur enn meira
Icelandair
Hörður áritar fyrir ungan stuðningsmann eftir leikinn
Hörður áritar fyrir ungan stuðningsmann eftir leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara geðveikt að vinna Tyrkina eftir að þeir unnu Frakkana. Það sýnir bara hversu góðir við erum. Þetta var góð liðsheild," sagði Hörður Björgvin eftir sigurinn á Tyrklandi í kvöld.

Hörður Björgvin byrjaði á varamannabekknum í dag en kom inn í síðari hálfleik fyrir meiddan Ara Frey.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Tyrkland

„Það er alltaf erfitt að komast inn í leiki en það gekk vel í dag. Ég er bara stoltur af liðsheildinni og að við höfum náð að klára þetta," sagði Hörður Björgvin.

„Ég er bara sáttur fyrir Ara hönd að hafa fengið tækifæri og hann nýtti það vel. Hann var tæpur í lærinu og þurfti skiptingu, þá kom ég bara inn og gerði mitt."

Hörður segir að hann hafi ekki verið stressaður undir lok leiksins þegar Tyrkir voru að reyna að finna jöfnunarmarkið.

„Alls ekki. Við höfum spilað marga leiki saman og við þekkjum það að fá á okkur og fá ekki á okkur mörk á lokamínútunum. Við vorum rólegir og reyndum að kýla boltanum fram til þess að halda hreinu."

Umræðan í aðdraganda leiksins snerist lítið um leikinn sjálfann heldur uppákomu í Leifsstöð þegar tyrkneska liðið lenti hér á landi.

„Þetta var bara geðveikt og peppaði okkur bara enn þá meira. Smá sokkur upp í alla sem að við vitum að þurfi að taka þennan sokk upp í sig."

Nánar er rætt við Hörð í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner