Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. júlí 2020 16:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Við hituðum Nick Pope upp
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
„Þetta var góður leikur, en við skildum dyrnar eftir opnar fyrir Burnley þegar við hefðum átt að loka þeim," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 1-1 jafntefli við Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta er í fyrsta sinn síðan í janúar 2019 þar sem Liverpool tapar stigum á heimavelli.

„Við hefðum átt að skora tvö, þrjú, fjögur mörk. Þeir gerðu það sem þeir eru góðir í og ég virði það."

„Auðvitað er þetta pirrandi. Við hituðum Nick Pope upp og undir lokin var hann orðinn mjög heitur. Hann varði oft á tíðum stórkostlega."

„Þetta er okkur að kenna því við hefðum átt að loka leiknum. Liðið gerir hlutina rétt í 99 prósent tilfella en ég mun aldrei hætta að gagnrýna þá."

Liverpool er fyrir löngu búið að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn en Burnley er í níunda sæti með 50 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner