Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. júlí 2021 23:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Saka fær tíu af tíu mögulegum
Mynd: EPA
Næstu dagar og vikur verða erfiðar fyrir hinn 19 ára gamla Bukayo Saka.

Saka átti frábært Evrópumót með Englandi. Fólk efaðist um hann en hann var fljótur að þagga niður í þeim röddum með flottri frammistöðu.

Hann kom inn á sem varamaður í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld.

Hann fékk svo risastóra ábyrgð í vítaspyrnukeppninni. Hann var fimmtur á svið fyrir England og varð að skora. Hann gerði það ekki, Gianluigi Donnarumma varði frá honum.

Saka og liðsfélagar hans hafa orðið fyrir kynþáttafordómum í kvöld sem er mjög leiðinlegt.

Sky Sports stendur með Saka og ákvað að gefa honum tíu í einkunn fyrir leikinn í kvöld. Tíu af tíu mögulegum.

„Það á að vera lína hérna um það hvernig enska liðið bætti sig eftir innkomu hans og breytingu á kerfi. En það eina sem skal segja er að þegar allt var undir, þá steig 19 ára strákur - sem hafði varla spilað fyrir þjóð sína fyrir þetta ár og hefur aldrei tekið víti fyrir félagslið sitt - á punktinn á meðan reynslumeiri leikmenn stigu til hliðar. England hefði ekki átt að setja unglinginn nálægt þessum aðstæðum," er skrifað.

Verðskulduð tía svo ekki sé meira sagt!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner