Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. júlí 2021 11:46
Elvar Geir Magnússon
Skutu upp flugeldum við gistiaðstöðu Ítalíu
Roberto Mancini, þjálfari Ítalíu, á landsliðsæfingu í gær.
Roberto Mancini, þjálfari Ítalíu, á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt Sky Sport Italia skutu stuðningsmenn Englands upp flugeldum fyrir framan æfingasvæði Tottenham í nótt en þar er ítalska landsliðið með gistiaðstöðu.

England og Ítalía mætast í kvöld klukkan 19:00 í úrslitaleik EM alls staðar en leikurinn fer fram á Wembley, þjóðarleikvangi Englands.

Flugeldunum var væntanlega skotið upp til að reyna að koma í veg fyrir að ítalska liðið næði nægilega góðum nætursvefni fyrir daginn stóra.

Flugeldarnir voru rauðir og grænir en þeir litir eru í ítalska þjóðfánanunum.

Ítalska liðið tók létta æfingu á æfingasvæði Tottenham í morgun og samkvæmt áætlun mun liðið halda á Wembley 16:30.
Athugasemdir
banner
banner