Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. júlí 2021 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van der Vaart um enska liðið: Þetta er sorglegt
Mynd: EPA
Fyrrum hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart liggur ekki á skoðunum sínum.

Hann starfar núna sem sérfræðingur í hollensku sjónvarpi og er að vinna núna í kringum Evrópumótið.

Hann er á vakt í kvöld, núna þegar úrslitaleikurinn sjálfur fer fram. Það er framlenging í gangi núna.

Englendingar byrjuðu mjög vel en lögðust svo til baka í seinni hálfleik. Það skilaði þeim jöfnunarmarki Ítala. Van der Vaart skaut á leikstíl Englands eftir leik.

„Þetta enska lið... eyðir öllum leiknum með rassgatið í sínum eigin vítateig þegar þeir eru með mjög mikil gæði í sínu liði. Þetta er sorglegt," sagði Van der Vaart.


Athugasemdir
banner
banner