Fyrrum hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart liggur ekki á skoðunum sínum.
Hann starfar núna sem sérfræðingur í hollensku sjónvarpi og er að vinna núna í kringum Evrópumótið.
Hann er á vakt í kvöld, núna þegar úrslitaleikurinn sjálfur fer fram. Það er framlenging í gangi núna.
Englendingar byrjuðu mjög vel en lögðust svo til baka í seinni hálfleik. Það skilaði þeim jöfnunarmarki Ítala. Van der Vaart skaut á leikstíl Englands eftir leik.
„Þetta enska lið... eyðir öllum leiknum með rassgatið í sínum eigin vítateig þegar þeir eru með mjög mikil gæði í sínu liði. Þetta er sorglegt," sagði Van der Vaart.
Van der Vaart: "This England side... they spend the whole game with their ass in their own box while having so much quality in the squad. It's sad." pic.twitter.com/v9FEaPNSov
— 𝐀𝐅𝐂 𝐀𝐉𝐀𝐗 💎 (@TheEuropeanLad) July 11, 2021
Athugasemdir