Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. júlí 2021 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjátíu mínútur í viðbót og mögulega vítaspyrnukeppni
Chiesa var gríðarlega öflugur en þurfti að fara meiddur af velli.
Chiesa var gríðarlega öflugur en þurfti að fara meiddur af velli.
Mynd: EPA
Ítalía 1 - 1 England
0-1 Luke Shaw ('2 )
1-1 Leonardo Bonucci ('67 )

Það verður framlengt í úrslitalek Evrópumótsins þetta árið, í leik Ítalíu og Englands.

England byrjaði mun betur og tók forystuna eftir aðeins tveggja mínútna leik er Luke Shaw skoraði.

Englendingar voru sterkir í fyrri hálfleiknum en þeir lögðust til baka í seinni hálfleik og Ítalarnir tóku völdin á vellinum. Ítalarnir jöfnuðu metin um miðbik seinni hálfleiks er miðvörðurinn Leonardo Bonucci skoraði. Hann skoraði af miklu harðfylgi eftir fast leikatriði hjá gestunum.

Það voru ekki fleiri mörk skoruð. Ítalir urðu fyrir áfalli þegar þeirra besti maður, Federico Chiesa, fór meiddur af velli.

Það er athyglisvert að Jack Grealish er enn á varamannabekknum hjá Englandi.

Framlengingin hefst fljótlega og verður mjög spennandi að sjá hvernig fer.
Athugasemdir
banner
banner
banner