Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 11. ágúst 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Mata: Það er mikil þreyta í liðinu
Juan Mata og Mason Greenwood
Juan Mata og Mason Greenwood
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Juan Mata ræddi við fjölmiðla eftir 1-0 sigurinn á FCK í Evrópudeildinni í gær en leikmenn liðsins eru afar þreyttir eftir mikið álag síðustu daga.

Vítaspyrnumark Bruno Fernandes skildi liðin að í gær en bæði United og FCK höfðu spilað nokkrum dögum áður og því mikil þreyta í liðunum í gær.

Ekki bætti úr skák að leikurinn var 120 mínútur og segir Mata því þreytuna afar skiljanlega.

„Liðið er mjög þreytt líkamlega. Á þessum tímapunkti tímabilsins er mikilvægt að vinna leiki eins og í dag og við komumst áfram," sagði Mata.

„Við verðum áfram í Þýskalandi í einhvern tíma og vonandi getum við unnið."

„Bæði lið voru þreytt og það var mikið um opin svæði og fleiri færi. Þeir spiluðu góðan fótbolta og ég verð að hrósa þeim fyrir það. Við gátum skorað fleiri mörk í framlengingunni en við erum komnir áfram. Ég held að þetta hafi ekki verið kæruleysi. Þeir spiluðu góðan fótbolta í síðasta leik og við náðum að skora eitt mark. Við erum auðvitað ánægðari þegar við skorum meira en núna er tími fyrir smá hvíld og bíða og sjá hvaða liði við mætum í undanúrslitum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner