Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 11. ágúst 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Arnar kíminn á fréttamannafundi - Ari klár í leikinn
Ari fór meiddur af velli í fyrri leiknum.
Ari fór meiddur af velli í fyrri leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fara fram síðari leikirnir í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingur mætir Lech Poznan í Póllandi klukkan 18:30 en Íslands- og bikarmeistararnir unnu fyrri leikinn 1-0.

Ef Víkingar ná að komast úr þessu einvígi þá mæta þeir að öllum líkindum Dudelange frá Lúxemborg í umspili Sambandsdeildarinnar, lokaumferðinni fyrir riðlakeppnina.

Lestu um leikinn: Lech Poznan 4 -  1 Víkingur R.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var léttur á fréttamannafundi í Póllandi í gær en þar var hann í fyrstu spurður út í leikplan Víkinga fyrir leikinn.

„Ég læt þig bara fá leikáætlun okkar seinna í dag, svo þú getir séð hana og sýnt svo þjálfara Poznan," sagði Arnar og brosti.

Ari Sigurpálsson skoraði eina markið í fyrri leiknum, það var ansi laglegt. Hann fór svo meiddur af velli í seinni hálfleik. Arnar var spurður að því á fundinum í gær hvort Ari væri klár í slaginn fyrir seinni leikinn og svaraði því játandi.

Leikurinn í kvöld fer fram á Stadion Poznan og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.




Athugasemdir
banner
banner
banner