Stuðningsfólk Barcelona er ekki bara að hrauna yfir Martin Braithwaite þessa dagana, þeir eru líka að hrauna yfir aðra leikmenn liðsins.
Þar á meðal er Frenkie de Jong, miðjumaður liðsins.
Barcelona er að eyða miklum fjárhæðum í leikmenn en á sama tíma skuldar félagið leikmönnum sem voru fyrir hjá Katalóníustórveldinu háar fjárhæðir í laun. Miðjumaðurinn De Jong er á meðal þeirra sem á inni laun hjá félaginu; hann er sagður eiga um 18 milljónir evra inni í ógreidd laun.
Barcelona hefur verið að reyna að losa sig við De Jong í sumar, en það að Barcelona skuldi honum stóra upphæð flækir málin verulega því það þarf að nást samkomulag um þennan pening ef hann fer annað. Barcelona hefur einbeitt sér að því að kaupa nýja leikmenn í staðinn fyrir að borga þeim sem eru fyrir hjá félaginu.
Börsungar hafa þá nýverið reynt að fá De Jong til að taka á sig 50 prósent launalækkun - ofan á peninginn sem félagið skuldar honum - svo hægt sé að skrá nýja leikmenn í hópinn.
De Jong hefur hingað til ekki samþykkt að lækka laun sín og það eru stuðningsmenn félagsins ósáttir við.
Í nýju myndbandi sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum sést er nokkrir stuðningsmenn Börsunga hlaupa á eftir bíl Hollendingsins er hann keyrir inn á æfingasvæðið. „Lækkaðu laun þín tíkin þín," er öskrað á eftir bílnum.
De Jong, sem er 25 ára, hefur verið sterklega orðaður við Chelsea og Manchester United í sumar en það er talið að hann hafi ekki áhuga á því að fara fyrr en hann fær þann pening sem hann á inni hjá félaginu. Hann er bara að fylgja þeim samningi sem Börsungar gáfu honum.
Mál Barcelona eru stórfurðuleg, en þau voru tækluð í hlaðvarpi hér á síðunni í síðustu viku. Hægt er að hlusta á það hlaðvarp hér fyrir neðan.
#FCB🔵🔴
— Diario SPORT (@sport) August 10, 2022
💥 Graves insultos a Frenkie De Jong a su llegada a la Ciutat Esportiva
🗣️ ¡Bájate el sueldo, p****!
📹 @DBR8 pic.twitter.com/Kq8L0SGQKP
Athugasemdir