Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
banner
   sun 11. ágúst 2024 23:29
Sölvi Haraldsson
Sagt að standa hrindingu af sér - „Galið að dæma víti á þetta“
Davíð Ingvars fékk dæmda á sig vítaspyrnu.
Davíð Ingvars fékk dæmda á sig vítaspyrnu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Davíð lagði upp á Ísak Snæ í dag.
Davíð lagði upp á Ísak Snæ í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég met þetta bara ágætlega. Við hefðum átt að vinna þennan leik fannst mér. Við byrjum fyrri hálfleikinn ekki það vel en í seinni hálfleik komum við með allt annað orkustig inn í leikinn og mættum þeim maður á mann sem gekk vel. Ég myndi segja að við séum óheppnir að fá ekki þrjú stig úr þessum leik í kvöld.“ sagði Davíð Ingvarsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli í Garðarbænum gegn Stjörnunni.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 Breiðablik

Hvernig lýsir Davíð atburðarásinni þegar hann fær boltann í hendina og dómarinn dæmir víti.

Ég er að dekka Emil Atla og hann hrindir mér. Ég get ekkert gert í því, mér fannst það vera brot, það má ekkert hrinda manni í teignum. Ég dett og er að reisa mig upp. Um leið og ég er að reisa mig upp þá boltinn í hendina og ég gat lítið gert. Mér fannst bara galið að dæma víti á þetta því höndin er bara í náttúrulegri stöðu. Mér fannst skrítið að hann dæmdi á þetta og ég er ósáttur með það.

Hvaða útskýringu fékk Davíð?

Hann sagði við mig að ég þyrfti að standa þetta af mér. Skrítið komment hjá honum. Ég var bara ósammála því.

Davíð er kominn heim í Breiðablik eftir stutta dvöl úti en hann segir að andlega líðan sé orðin miklu betri hjá honum og að honum finnst gaman að vera komin í Breiðablik.

Ég er mjög ánægður og andlega líðan orðin miklu betri. Þetta var orðið þungt undir lokin og það er mjög gott að vera kominn heim og spila.“ sagði Davíð Ingvarsson.

Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner