fös 11. september 2020 20:30
Aksentije Milisic
Grindavík Íslandsmeistari í 5. flokki
Mynd: Grindavík
Grindavík varð í dag Íslandsmeistari í A-liðum í 5. flokki karla.

Liðið mætti Breiðablik í dag á Grindavíkurvelli og vann 3-2 sigur í mjög fjörugum leik og liðið því orðið Íslandsmeistari.

Frábær árangur hjá Grindavík þetta sumarið í 5. flokki og ljóst að framtíðin er björt með þessa kappa í fararbroddi.

Af Facebook síðu Grindarvíkur:
„Grindavík er Íslandsmeistari A-liða í 5. flokki karla eftir 3-2 sigur gegn Breiðabliki í hörkuleik sem fram fór á Grindavíkurvelli í kvöld. Þetta er tvö bestu lið landsins í þessum aldursflokki en þessi sömu lið mættust í úrslitum á N1 mótinu fyrr í sumar. Þar hafði Breiðablik betur.
Frábær umgjörð var í kringum fyrir úrslitaleikinn. Settur upp var sérstakur 8 manna völlur fyrir framan stúkuna á aðavellinum í Grindavík. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína á Grindavíkurvöll í dag til að fylgjast með þessum frábæra leik sem einnig var sýndur í beinni á GrindavíkTV.
Blikar komust yfir snemma leiks en Grindavík jafnaði leikinn með marki frá Andra Karli Júlíussyni Hammer. Staðan 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik komst Grindavík yfir með frábæru skallamarki frá Eysteini Rúnarssyni. Blikar jöfnuðu leikinn og var gríðarleg spenna á Grindavíkurvelli. Þegar skammt var til leiksloka fékk Grindavík dæmda vítaspyrnu. Eysteinn Rúnarsson steig á punktinn og skoraði örugglega. Blikar reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og Grindavík fagnaði ótrúlegum sigri."



Athugasemdir
banner
banner