Árni Vilhjálmsson setti tvö mörk í 3-0 sigri á Val í kvöld og setti tvö, þar á meðal fyrsta markið af vítapunktinum.
Mér fannst þetta ekkert öðruvísi en neitt annað víti eða nokkuð annað færi sem maður fær. Mér líður þokkalega á punktinum, kannski einu skiptin í lífinu sem ég næ að fókusera almennilega þegar öll augu eru á manni og maður þarf að delivera.
Mér fannst þetta ekkert öðruvísi en neitt annað víti eða nokkuð annað færi sem maður fær. Mér líður þokkalega á punktinum, kannski einu skiptin í lífinu sem ég næ að fókusera almennilega þegar öll augu eru á manni og maður þarf að delivera.
Blikar hafa leikið 28 leiki í sumar þegar allt er talið en það virðist næg orka í liðinu?
Þegar gengur svona vel þá þreytist maður ekki, eina sem hefur verið þreytt er þriggja daga fríið sem við fengum um síðustu helgi, það var hundleiðinlegt!
Stuðningur úr stúkunni var býsna magnaður í kvöld.
Geggjað. Vá hvað þeir voru flottir, það sem maður var að bíða eftir. Under the lights og allt, þetta var geggjað.
Nánar er rætt við Árna í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir