Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 11. september 2022 11:35
Brynjar Ingi Erluson
Leikstíll Potter sannfærði Gilmour um að koma til Brighton
Billy Gilmour
Billy Gilmour
Mynd: EPA
Enski miðjumaðurinn Billy Gilmour er eitt stórt spurningamerki eftir að Graham Potter ákvað að hætta með Brighton til að taka við Chelsea.

Gilmour, sem er 21 árs gamall, gekk í raðir Brighton á láni frá Chelsea undir lok gluggans.

Leikmaðurinn var hrifinn af leikstíl Potter og ákvað hann því að samþykkja lánstilboðið.

Thomas Tuchel var rekinn frá Chelsea eftir 1-0 tap liðsins gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni á þriðjudag og fór Chelsea strax í viðræður við Brighton um Potter.

Hann var síðan kynntur nýr stjóri félagsins en samkvæmt ensku miðlunum er Gilmour steinhissa á ákvörðun Potter. Gilmour vildi aldrei yfirgefa Chelsea og eina ástæðan fyrir að hann samþykkti að ganga í raðir Brighton var útaf leikstíl Potter.

Nú mun Gilmour bíða og sjá hver tekur við búinu af Potter en Kjetil Knutsen, þjálfari Bodö/Glimt í Noregi hefur verið orðaður við starfið sem og Robert de Zerbi, fyrrum þjálfari Shakhtar Donetsk.
Athugasemdir
banner
banner
banner