Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 11. september 2024 10:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anton Ingi hættur með Grindavík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Ingi Rúnarsson þjálfari meistaraflokks kvenna hefur ákveðið að láta af störfum fyrir félagið. Frá þessu greinir Grindavík á samfélagsmiðlum sínum. Grindavík endaði í 8. sæti Lengjudeildar kvenna í sumar.

Anton Ingi gegndi stöðu aðalþjálfara meistaraflokks og yfirþjálfara yngri flokka félagsins.

Hann er búinn að vera í þjálfarateymi meistaraflokks í fjögur ár. Fyrst kom hann inn sem aðstoðarþjálfari Jóns Óla Daníelssonar árið 2021 og hefur verið aðalþjálfari meistaraflokks og yfirþjálfari síðastliðin tvö tímabil.

Það er óvissa með framtíð meistaraflokks kvenna hjá Grindavík og ekki útilokað að liðið verði sameinað öðru á næsta tímabili.

Í síðasta mánuði var Anton orðaður við þjálfarastöðuna hjá Keflavík sem hefur ekki tilkynnt hver mun stýra liðinu á næsta tímabili.

Úr tilkynningu Grindavíkur:
Þetta tímabil hefur verið okkur sérstaklega krefjandi innan vallar sem utan og hefur Anton Ingi tekið að sér mörg auka verk fyrir félagið í þessum aðstæðum sem ekki voru í hans verkahring og fyrir það erum við honum einstaklega þakklát.

Við viljum þakka Antoni Inga fyrir gott samstarf og vel unnin störf fyrir félagið um leið og við óskum honum góðs gengis í framtíðinni
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    FHL 18 13 1 4 62 - 35 +27 40
2.    Fram 18 10 4 4 42 - 24 +18 34
3.    Grótta 18 10 4 4 28 - 23 +5 34
4.    HK 18 9 3 6 42 - 29 +13 30
5.    ÍA 18 8 2 8 27 - 31 -4 26
6.    ÍBV 18 8 1 9 29 - 32 -3 25
7.    Afturelding 18 6 4 8 24 - 30 -6 22
8.    Grindavík 18 6 3 9 24 - 26 -2 21
9.    Selfoss 18 3 6 9 18 - 29 -11 15
10.    ÍR 18 2 2 14 18 - 55 -37 8
Athugasemdir
banner
banner
banner