Jonathan Glenn var í gær rekinn sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. Liðið er í mikilli fallhættu í Bestu deildinni þegar fjórir leikir eru eftir af tímabilinu.
Liðið á gífurlega mikilvægan leik fyrir höndum gegn Tindastóli á sunnudag og svo taka við þrír leikir í neðra umspilinu þar sem Tindastóll, Fylkir og Keflavík berjast um eitt laust sæti í deildinni.
Í kjölfar tíðindanna í gær var Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, orðaður við starfið.
Liðið á gífurlega mikilvægan leik fyrir höndum gegn Tindastóli á sunnudag og svo taka við þrír leikir í neðra umspilinu þar sem Tindastóll, Fylkir og Keflavík berjast um eitt laust sæti í deildinni.
Í kjölfar tíðindanna í gær var Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, orðaður við starfið.
Anton er ungur og spennandi þjálfari sem hefur unnið mjög gott starf hjá fótboltadeild Grindavíkur. Meðfram því að vera þjálfari meistaraflokks kvenna hefur hann sinnt hlutverki dómarastjóra og yfirþjálfara yngri flokka.
Anton er 28 ára og er á sínu öðru ári með kvennalið Grindavíkur. Þar á undan var hann aðstoðarþjálfari liðsins í tvö ár.
Eitthvað hefur heyrst af því að meistaraflokkur kvenna hjá Grindavík gæti verið lagður niður eftir þetta tímabil.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 18 | 16 | 1 | 1 | 48 - 16 | +32 | 49 |
2. Breiðablik | 18 | 16 | 0 | 2 | 46 - 9 | +37 | 48 |
3. Þór/KA | 18 | 9 | 3 | 6 | 40 - 28 | +12 | 30 |
4. Víkingur R. | 18 | 8 | 5 | 5 | 28 - 29 | -1 | 29 |
5. FH | 18 | 8 | 1 | 9 | 30 - 36 | -6 | 25 |
6. Þróttur R. | 18 | 7 | 2 | 9 | 23 - 27 | -4 | 23 |
7. Stjarnan | 18 | 6 | 3 | 9 | 22 - 34 | -12 | 21 |
8. Tindastóll | 18 | 3 | 4 | 11 | 20 - 41 | -21 | 13 |
9. Fylkir | 18 | 2 | 4 | 12 | 17 - 34 | -17 | 10 |
10. Keflavík | 18 | 3 | 1 | 14 | 16 - 36 | -20 | 10 |
Athugasemdir