Simon Jordan varð árið 2000 yngsti stjórnarformaður atvinnumannafélags á Englandi þegar hann keypti Crystal Palace. Þá var Jordan 32 ára.
Á tíma sínum hjá Palace komst liðið upp í úrvalsdeildina. Hann fór frá Palace árið 2010.
Jordan er þekktur fyrir að vera afskaplega hreinskilinn og ræddi hann um félagaskiptamarkaðinn í viðtali á dögunum. Jordan gat orðið mjög pirraður á markaðnum.
Á tíma sínum hjá Palace komst liðið upp í úrvalsdeildina. Hann fór frá Palace árið 2010.
Jordan er þekktur fyrir að vera afskaplega hreinskilinn og ræddi hann um félagaskiptamarkaðinn í viðtali á dögunum. Jordan gat orðið mjög pirraður á markaðnum.
Hann var ekki í nokkrum vafa þegar hann sagði frá því hvaða kaup hefðu verið þau verstu.
„Ade Akinbiyi," sagði Jordan sem reyndar kallaði Akinbiyi Akin Bad Buy - slæm kaup.
„Hann var einfaldlega gagnslaust. Ég eyddi tíma mínum og peningum, og hann eyddi sínum eigin tíma."
Akinbiyi var keyptur til Palace frá Leicester á 2,2 milljónir punda og skoraði framherjinn einungis þrjú mörk í 24 leikjum fyrir Palace í næst efstu deild.
„Þetta var leikmanninum, stjóranum og mér að kenna. Ég hefði átt að segja nei, en vandamálið sem eigandi er að annað hvort þarftu að styðja við bakið á stjóranum eða láta hann fara. Ég var í þeirri stöðu að stjórinn var minn maður og hann vildi fá sinn leikmann. Leikmaðurinn leit gagnslaus út fyrir mér og var að fara kosta helling."
Trevor Francis, þá stjóri Palace, fékk ósk sína uppfyllta en Jordan sá strax eftir kaupunum.
„Ég man að ég stóð við hlið Eddie Jordan á höfn í Frakklandi. Ég horfði á bátinn sem hann var að kaupa og hugsaði að ég gæti verið að kaupa bátinn ef ég væri ekki að kaupa þennan trúð sem ég vissi að væri ekki að fara ekki gera neitt fyrir mig. Ég endaði á því að kaupa leikmanninn og hann var eins og ég vissi, gagnslaus. Ég fékk hvorki bátinn né sæmilegan leikmann."
Adeola Akinbiyi er fæddur á Englandi en lék einn landsleik fyrir Nígeríu. Hann skoraði 9 mörk í 37 leikjum fyrir Leicester tímabilið 2000-01. Það var hans besta tímabil á ferlinum. Hann fór til Palace árið 2002 sem þá var í næst efstu deild.
Athugasemdir