Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
   fös 11. október 2019 22:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ari Freyr: Ekki eins og það hafi einhver úr Víkingi Ó. komið inn
Icelandair
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég býð upp á þetta. Þetta var klaufaskapur," sagði Ari Freyr Skúlason eftir 1-0 tap gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 í kvöld.

Eina mark leiksins skoraði Olivier Giroud úr vítaspyrnu eftir að Antoine Griezmann féll í teignum. Ari Freyr braut á Griezmann að mati dómarans.

„Hann ætlar að reyna að sparka í boltann, en svo sér hann að hann getur það ekki. Það er klaufaskapur hjá mér að bjóða upp á þetta í fyrsta lagi."

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Frakkland

„Við vorum að spila við Heimsmeistarana. Persónulega fannst mér við sýna frábæra liðsheild, vikan var frábær - góð tilfinning og góður andi í hópnum. Við getum verið stoltir af frammistöðunni yfir höfuð."

„Það er leiðinlegt að tapa þessum stigum á klaufahætti."

Það vantaði nokkra lykilmenn í lið Frakklands en Ari telur að það skipti ekki máli þegar kemur að Heimsmeisturunum.

„Það er ekki eins og það hafi komið einhver úr Víkingi Ó. á miðjuna hjá þeim. Þeir fá inn leikmann sem er að spila hverja einustu mínútu hjá Bayern München. Við horfum á leikinn okkar, það er það mikilvægasta."

Þetta var fyrsti tapleikurinn í mótsleik á Laugardalsvelli síðan 2013.

„Það er ömurlegt, alveg ömurlegt. Þetta er okkar vígi og með okkar stuðningsmenn. Það vill enginn koma á Laugardalsvöll. Okkur líður frábærlega hérna. Þetta stig hefði getað verið mikilvægt í lokin," sagði Ari Freyr Skúlason.
Athugasemdir
banner
banner