Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 11. október 2019 22:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ari Freyr: Ekki eins og það hafi einhver úr Víkingi Ó. komið inn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég býð upp á þetta. Þetta var klaufaskapur," sagði Ari Freyr Skúlason eftir 1-0 tap gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 í kvöld.

Eina mark leiksins skoraði Olivier Giroud úr vítaspyrnu eftir að Antoine Griezmann féll í teignum. Ari Freyr braut á Griezmann að mati dómarans.

„Hann ætlar að reyna að sparka í boltann, en svo sér hann að hann getur það ekki. Það er klaufaskapur hjá mér að bjóða upp á þetta í fyrsta lagi."

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Frakkland

„Við vorum að spila við Heimsmeistarana. Persónulega fannst mér við sýna frábæra liðsheild, vikan var frábær - góð tilfinning og góður andi í hópnum. Við getum verið stoltir af frammistöðunni yfir höfuð."

„Það er leiðinlegt að tapa þessum stigum á klaufahætti."

Það vantaði nokkra lykilmenn í lið Frakklands en Ari telur að það skipti ekki máli þegar kemur að Heimsmeisturunum.

„Það er ekki eins og það hafi komið einhver úr Víkingi Ó. á miðjuna hjá þeim. Þeir fá inn leikmann sem er að spila hverja einustu mínútu hjá Bayern München. Við horfum á leikinn okkar, það er það mikilvægasta."

Þetta var fyrsti tapleikurinn í mótsleik á Laugardalsvelli síðan 2013.

„Það er ömurlegt, alveg ömurlegt. Þetta er okkar vígi og með okkar stuðningsmenn. Það vill enginn koma á Laugardalsvöll. Okkur líður frábærlega hérna. Þetta stig hefði getað verið mikilvægt í lokin," sagði Ari Freyr Skúlason.
Athugasemdir
banner
banner