Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 11. október 2020 19:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð þurfti að fara af velli snemma leiks
Icelandair
Alfreð meiddist aftan í læri.
Alfreð meiddist aftan í læri.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason rúmar 10 mínútur í leik Íslands og Danmerkur sem núna stendur yfir. Leikurinn er í Þjóðadeildinni og fer fram á Laugardalsvelli.

Alfreð meiddist eftir að hafa fengið hörkufæri til að skora á tíundu mínútu.

„Alfreð lág eftir færið og Jón er að gera sig kláran - enginn tími fyrir neina auka upphitun," skrifaði Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke í beinni textalýsingu frá leiknum. Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Alfreð sem var augljóslega mjög svekktur.

Guðmundur Benediktsson talaði um það í beinni á Stöð 2 Sport að Alfreð hefði líklega tognað aftan í læri.

Það er vonandi að þetta sé ekki alvarlegt. Ísland á úrslitaleik gegn Ungverjalandi um sæti á EM í næsta mánuði.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum gegn Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner