Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. október 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spyr af hverju fólk getur farið í bíó en ekki á fótboltaleik
Karren Brady hér með David Gold, eiganda West Ham.
Karren Brady hér með David Gold, eiganda West Ham.
Mynd: Getty Images
Karren Brady, varaformaður West Ham, hefur kallað eftir því að fá stuðningsmenn aftur á vellina þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn sem er í gangi.

Það hafa ekki verið áhorfendur í bestu deildum Englands frá því að boltinn byrjaði aftur að rúlla í mars.

Brady segir að stuðningsmenn ættu að geta komið aftur á vellina þar sem kvikmyndahús eru opin í Bretlandi.

„Ef kvikmyndahús er leyft að hafa áhorfendur, af hverju er það þá ekki hægt í fótbolta?" sagði Brady í samtali við The Sun.

Brady segir að það sé klárlega hægt að leyfa áhorfendur og fylgja reglum um nálægðartakmörk. Hún telur að það væri hægt að koma fyrir 15 þúsund áhorfendum á heimavelli West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner