Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   fös 11. október 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrefna framlengir við Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tilkynnti í dag að Hrefna Jónsdóttir væri búin að framlengja samning sinn við félagið út 2027. Fyrri samningur hennar átti að renna út í lok þessa árs.

„Hrefna er ein af okkar ungu og efnilegu leikmönnunum sem lét ljós sitt skína í sumar og er það mikið ánægjuefni fyrir félagið að hún skyldi framlengja í bláu treyjunni," segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Hrefna kom við sögu í 17 af 21 leik Stjörnunnar í sumar og skoraði fjögur mörk. Fyrir tímabilið í ár hafði hún spilað tvo leiki í efstu deild en tekið tvö tímabil með Álftanesi í 2. deild.

Hrefna er 17 ára sóknarmaður sem á að baki 25 leiki fyrir yngri landsliðin og í þeim hefur hún skorað níu mörk.

Hrefna hefur vaxið mikið í sumar sem leikmaður og verður gaman að halda áfram að fylgjast með henni á vellinum næstu tímabil! Hún er fyrirmynd innan vallar sem utan og við hlökkum til að sjá hana takast á við nýjar áskoranir og ná enn meiri árangri með Stjörnunni næstu árin!" segir í tilkynningu Stjörnunnar.


Athugasemdir
banner
banner