Íslenska karlalandsliðið tekur á móti Wales í Þjóðadeild Evrópu á Laugardalsvelli klukkan 18:45 í kvöld.
Landsliðið hefur spilað tvo leiki í B-deildinni en liðið vann Svartfjallaland, 2-0, í fyrsta leiknum en tapaði síðan fyrir Tyrklandi, 3-1, ytra.
Íslenska liðið getur með sigri komist upp fyrir Wales í riðlinum og mögulega á toppinn ef Tyrkland tapar stigum á móti Svartfjallalandi, en báðir leikir fara fram á sama tíma í kvöld.
Leikir dagsins:
Landslið karla - Þjóðadeild
18:45 Tyrkland-Svartfjallaland (Samsun Yeni 19 Mayis Stadium)
18:45 Ísland-Wales (Laugardalsvöllur)
Athugasemdir