Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 11. október 2024 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Teitur brjálaður við Willum - „Sagði einhver góð orð"
Icelandair
Sýnilega mjög ósáttur.
Sýnilega mjög ósáttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stefán Teitur Þórðarson var allt annað en sáttur við Willum Þór Willumsson í fyrri hálfleik leiks Íslands og Wales, las yfir honum eftir að Willum missti boltann við vítateig Wales. Gestirnir keyrðu upp völlinn og sá Stefán Teitur engan annan kost í stöðunni en að sparka leikmann Wales niður og taka á sig gult spjald.

„Stöðvar skyndisókn hjá Wales og lætur svo Willum Þór heyra það eftir að flautið kom," skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson á 28. mínútu í textalýsingu frá leiknum.

Gula spjaldið þýðir að Stefán verður ekki með gegn Tyrklandi á mánudag, hann er kominn í leikbann en áminningin í kvöld var hans önnur í Þjóðadeildinni.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

„Það er auðvitað öm­ur­legt. Ég bara skil þetta ekki! Hvernig geta tvö gul spjöld þýtt leik­bann? Svona er þetta," sagði Stefán í samtali við mbl.is eftir leikinn.

Í viðtali við 433 var hann spurður hvað hann hefði sagt við Willum.

„Ég sagði einhver góð orð, ég veit það ekki, bara að þetta hafi ekki verið nógu gott. En svona er að vera sexan, maður þarf stundum að sparka einhvern niður og fá gult.“

Myndir af reiðum Stefáni má sjá hér við fréttina. Viðtalið hans við Fótbolta.net eftir leikinn má nálgast hér að neðan.

Stefán Teitur: Man ekki eftir svona stjórnun hér í langan tíma
Athugasemdir
banner
banner
banner