Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 11. nóvember 2019 23:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sterling ekki með gegn Svartfjallalandi (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Nú rétt í þessu var staðfest að Raheem Sterling kemur ekki til greina í lið enska landsliðsins þegar það mætir Svartfjallalandi á fimmtudag.

Þetta kemur í kjölfarið á fréttum þar sem greint var frá erjum milli Joe Gomez og Raheem Sterling á landsliðsæfingu í dag.

Sterling verður áfram með liðinu í þessum landsleikjaglugga en verður ekki í hópnum gegn Svartfellingum.

„Við höfum tekið þá ákvörðun að Raheem verður utan hóps gegn Svartfellingum á fimmtudag. Hingað til hefur einn okkar helsti styrkleiki verið að geta haldið innbyrðis deildarbaráttu leikmanna frá landsliðinu en því miður voru tilfinningarnar ennþá hráar eftir leikinnn í gær," sagði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands í kvöld.

„Tilfinning mín er sú að þetta sé það rétta fyrir liðið. Ákvörðunin hefur verið tekin með samþykki alls hópsins og það er nauðsynlegt að við styðjum við bakið á leikmönnunum."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner