mið 11. nóvember 2020 18:20
Ungstirnin
Logi Tómasson: Kem sterkur inn á næsta ári hjá Vikes
Logi Tómasson.
Logi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson, leikmaður Víkings, er gestur vikunnar í hlaðvarpsþættinum „Ungstirnin" á Fótbolta.net í þessari viku.

Logi fór frá Víkingi á lán til FH snemma sumars en hann spilaði sjö leiki með Fimleikafélaginu í sumar.

„Þetta gerðist mjög fljótt. Ég var ekki í hóp í einum leik og var eitthvað pirraður. Ég talaði við pabba og við græjuðum þetta saman," sagði Logi um aðdraganda þess að hann fór í FH á lán.

Hinn tvítugi Logi mun nú fara aftur til Víkings og taka slaginn þar í Pepsi Max-deildinni næsta sumar.

„Þetta var fínt. Ég lærði helling af þessu sumri. Ég fékk kannski ekki að spila eins mikið og ég vildi en ég bætti það sem ég vildi bæta og kem sterkur inn á næsta ári í Vikes." sagði Logi en vinstri bakvörðurinn segist hafa náð að bæta varnarleikinn í sumar.

„Ég lærði að einbeita mér að vörninni hjá FH. Þeir spila allt öðruvísi fótbolta og það eru allt aðrar pælingar þar."

Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild en þar ræðir Logi einnig tónlistarferil sinn, efnilega leikmenn hjá FH, markið fræga gegn Val og margt fleira.
Ungstirnin - Mikilvægt verkefni U21 og Luigi gestur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner