Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. nóvember 2022 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabet tekur ár númer 14 - Auglýsir eftir styrktarþjálfara
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet Gunnarsdóttir verður áfram þjálfari Kristianstad í Svíþjóð á næstu leiktíð.

Hún staðfestir það með starfsauglýsingu á Facebook varðandi styrktarþjálfun hjá Kristianstad.

„Við erum að leita af metnaðarfullum þrekþjalfara sem vill leita á vit ævintýranna og flytja í “stórborgina” Kristianstad í Svíþjóð," skrifar Elísabet.

„Starfið snýst um að bera ábyrgð á helstu þrekþáttum leikmanna í meistaraflokki og vinna að tímabila skiptingu og einstaklingsmiðaðri eftirfylgni í náinni samvinnu við þjálfaraliðið. Þetta er einstaklega skemmtilegt starf fyrir “ég veit hvað ég vill” þjálfara sem elskar að vinna med metnaðarfullum leikmönnum sem eru tilbúnar að leggja fáránlega mikið á sig til að ná topp árángri."

Beta bætir svo við: „Ég lofa líka skemmtilegu starfsumhverfi og extra mörgum matarboðum heima hjá Head Coach. P.S. Það eru bara 20 mín á Tenerife strönd Svíðjóðar frá K-town."

Elísabet hefur þjálfað Kristianstad frá 2009 og náð eftirtektarverðum árangri. Í ár endaði liðið í fjórða sæti eftir að hafa verið í titilbaráttu framan af.

Sjá einnig:
Adda um Betu: Væri til í að sjá hana máta sig í karlaboltanum


Athugasemdir
banner