Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 11. nóvember 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pique kveðst ekki hafa verið dónalegur við dómarann
Gerard Pique.
Gerard Pique.
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Gerard Pique hefur þvertekið fyrir það að hafa sagt dónalega hluti við dómarann í leik Barcelona gegn Osasuna fyrr í þessari viku.

Pique, sem er búinn að leggja skóna á hilluna, byrjaði á bekknum gegn Osasuna en hann fékk að líta rauða spjaldið þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik. Pique var ósáttur við dómarann og lét hann heyra það.

Það var sagt frá því í spænskum fjölmiðlum að orð Pique við dómarann hefðu verið: „Ég skít á móður þína sem er vændiskona."

Pique þvertekur fyrir að hafa sagt þetta. Í viðtali á Twitch segist hann ekki hafa sagt neitt dónalegt.

„Dómarinn var að fara illa með okkur með slæmum ákvörðunum. Ég sagði það við hann, að hann væri að fara illa með okkur og það væri alltaf þannig. Hann rak mig út af fyrir að segja það. Ég var hissa á því. Það var einhver annar inn í klefa sem sagði þessi orð sem hefur verið fjallað um."

Pique talaði jafnframt um það að í ensku úrvalsdeildinni sé hægt að tala við dómarana, en það sé ekki þannig á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner