Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   mið 11. desember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markvörslu Alisson og klúður Salah
Brasilíski markvörðurinn Alisson Becker var meðal bestu leikmanna Liverpool í 0-2 sigri gegn Red Bull Salzburg í gærkvöldi.

Sigurinn var afar mikilvægur og tryggði Liverpool toppsæti riðilsins í Meistaradeildinni.

Alisson gerði vel að halda hreinu og varði sjö skot í leiknum. Hér er hægt að sjá tvöfalda markvörslu hans á Hee-chan Hwang, suður-kóreskum sóknarmanni Salzburg sem var besti leikmaður heimamanna í gærkvöldi.

Mohamed Salah fékk nokkur góð færi áður en hann skoraði loks í síðari hálfleik. Hér er hægt að sjá helsta klúðrið, þar sem Salah skýtur framhjá úr algjöru dauðafæri.

Hér má svo sjá mark Salah, hann breytti stöðunni í 0-2 og innsiglaði sigur Liverpool með frábæru marki úr níðþröngu færi.
Athugasemdir
banner