Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. janúar 2020 15:11
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Hlaupabrautin á Laugardalsvelli ekki á leið burt
Frá Laugardalsvelli.
Frá Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reykjavíkurborg ætlar að setja verulega fjármuni í endurnýjun hlaupabrautarinnar á Laugardalsvelli. Samkvæmt yfirliti um framkvæmdaáætlun íþrótta- og tómstundamála 2020 er gert ráð fyrir 93 milljónum króna í að endurnýja hlaupabrautina.

Fjallað var um málið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í gær.

Mikið hefur verið rætt um þörfina á nýjum þjóðarleikvangi en Elvar Geir Magnússon, annar af stjórnendum þáttarins, telur að endurnýjun hlaupabrautarinnar bendi til þess að Laugardalsvöllur verði áfram í óbreyttri mynd.

„Maður hefur heimsótt ýmis krummaskuð í fátækustu löndum Evrópu og þar getur maður fundið leikvanga sem maður væri til í að hafa sem þjóðarleikvang okkar. Svo lélegur og skammarlegur er okkar þjóðarleikvangur. Það þarf ekki annað en að horfa til nágranna okkar. Færeyingar eru að klára lokaðan leikvang, síðasta stúkan er í byggingu þar," segir Elvar.

„Frjálsar íþróttir og fótbolti eiga ekki heima saman á sama leikvangi. Það hefur verið að berjast fyrir því að gera Laugardalsvöll að alvöru þjóðarleikvangi í fótbolta og þá þarf að fjarlægja hlaupabrautina. Ég vil auðvitað að frjálsíþróttafólkið okkar fái góða aðstöðu en það á ekki að vera á sama leikvangi og fótboltinn."

Tómas Þór Þórðarson segist svekktur yfir því að Ísland eigi ekki betri þjóðarleikvanga. „Þarna virðast menn svo sannarlega vera að vinna í sitthvoru horninu," segir Tómas.

Hægt er að hlusta á umræðuna í spilaranum hér að neðan en þar er meðal annars rætt um möguleika á því að nýr þjóðarleikvangur í fótbolta verði ekki Laugardalsvöllur.
Íslenski boltinn - Staða FH, þjóðarleikvangurinn og leikmenn á flakki
Athugasemdir
banner
banner
banner