Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 12. janúar 2021 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Langt síðan Man Utd endaði dag á toppnum eftir eins marga leiki
Mynd: Getty Images
Manchester United er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Burnley á útivelli í kvöld.

Það var Paul Pogba sem skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu með skoti sem fór af varnarmanni og inn.

Man Utd er á toppnum með þriggja stiga forskot á erkifjendur sína í Liverpool sem eru í öðru sæti. Þessi lið mætast næstkomandi sunnudag í leik sem beðið er með mikilli eftirvæntingu.

Það hefur ekki gerst oft á undanförnum árum að United sé á toppi deildarinnar. Tölfræðisnillingarnir hjá Opta segja frá því að þetta sé í fyrsta sinn síðan á lokadegi tímabilsins 2012/13 að United endi dag á toppnum eftir að hafa að minnsta kosti spilað 17 leiki.

Man Utd varð Englandsmeistari 2013 en það var síðasta tímabil Sir Alex Ferguson sem knattspyrnustjóra Man Utd.


Athugasemdir
banner
banner