Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 12. janúar 2023 16:32
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Íslands: Höskuldur fyrirliði - Aron og Aron byrja
Íslenska landsliðið í Portúgal.
Íslenska landsliðið í Portúgal.
Mynd: KSÍ
Aron Bjarnason.
Aron Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Svíþjóð í vináttuleik á Estadio Algarve í Portúgal kl. 18:00 að íslenskum tíma en leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Um er að ræða seinni leikinn af tveimur sem íslenska liðið leikur í verkefninu, en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli við Eistland. Verkefnið er utan FIFA-glugga eins og fram hefur komið, og því kemur bróðurpartur leikmanna í íslenska hópnum frá félagsliðum í Bestu deildinni, Svíþjóð og Noregi.

Fjórir leikmenn hafa yfirgefið íslenska hópinn eftir fyrri leikinn - Guðlaugur Victor Pálsson meiddist gegn Eistlandi og getur ekki verið með gegn Svíum, og fyrirfram var ákveðið að þeir Arnór Ingvi Traustason, Nökkvi Þeyr Þórisson og Andri Lucas Guðjohnsen myndu bara spila fyrri leikinn.

Lestu um leikinn: Svíþjóð 2 -  1 Ísland

Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson er með fyrirliðabandið og Aron Bjarnason leikmaður Sirius í Svíþjóð er meðal byrjunarliðsmanna en hann leikur sinn fyrsta landsleik.

Byrjunarlið Íslands:
1. Frederik Schram (m)
3. Davíð Kristján Ólafsson
5. Júlíus Magnússon
6. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson
9. Sveinn Aron Guðjohnsen
10. Sævar Atli Magnússon
15. Róbert Orri Þorkelsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
17. Aron Sigurðarson
18. Aron Bjarnason


Athugasemdir
banner
banner