Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. janúar 2023 06:00
Sverrir Örn Einarsson
Minningarmót Ragnars Margeirssonar
Ragnar Margeirsson er hann lék með Sturm Graz árið 1989
Ragnar Margeirsson er hann lék með Sturm Graz árið 1989
Mynd: SturmNetz
Hið árlega minningarmót um Keflvíkinginn Ragnar Margeirsson, sem lék m.a. með Keflavík, KR og Fram verður haldið í Reykjaneshöllinni laugardaginn 4. febrúar. Mótið er hefbundið knattspyrnumót eldri drengja með 6 leikmenn í liði á kvart velli. Skipt verður í riðla eftir aldri þátttökuliða, n.tt. 30 ára+ og 50 ára+.

Hefð hefur skapast fyrir því hjá vinum Ragga Margeirs að styrkja góð málefni tengd knattspyrnu með pening sem safnast af þáttöku í mótinu.

Þetta verður í sautjánda sinn sem komið er saman til að minnast Ragnars Margeirssonar sem lést langt fyrir aldur fram.

Mótið hefst kl. 15:30 og lýkur um kl. 18:00

- Leikið verður á 4 litlum völlum (50 x 32).
- Leikmannafjöldi: 6 í liði (5 útileikmenn og markvörður)
- Aldurstakmark er 30 ár
- Hámarksfjöldi liða í mótið eru 16 lið
- Þátttökugjald er að lágmarki 20.000 kr. á lið
- Staðfestingargjald (5000 kr. - sem dregst frá þátttökugjaldi) skal greitt eigi síðar en 28. janúar
- Þátttökugjald leggist inn á reikning: 0133-26-005194, kt. 701221-1250

Þátttökutilkynningar sendist á [email protected]

Að móti loknu verður verðlaunaafhending ásamt því sem boðið verður upp á léttar veitingar á Brons. Lokahófið hefst kl 19 og lýkur formlega kl 22 en fjörið heldur áfram fram á rauða nótt.

Þeir sem vilja styrkja málefnið geta gert það með því að leggja inná reikning nr. 0133-26-005194, kt. 701221-1250.


Með fótboltakveðju
Vinir Ragga Margeirs
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner