mið 12. febrúar 2020 19:15
Aksentije Milisic
Barcelona ætlar að bjóða 93 milljónir punda í Lautaro
Mynd: Getty Images
Sagt er að Barcelona ætli sér að landa Lautaro Martinez, framherja Inter, næsta sumar. Samkvæmt Mundo Deportivo, er Lautaro skotmark númer eitt hjá Börsungum.

Á tveggja vikna kafla í júlí er klásúla í samningi Lautaro þar sem hægt er að kaupa leikmanninn á 93,4 milljónir punda. Mikil meiðsli hafa herjað á sóknarmenn Barcelona en Luis Suarez er meiddur og þá eru margir mánuðir í að Ousmane Dembele verði klár.

Martinez hefur verið frábær fyrir Inter á þessari leiktíð en liðið er í baráttunni um deildartitilinn á Ítalíu. Þessi 22 ára gamli framherji hefur skorað 16 mörk í 27 leikjum á þessari leiktíð en hann og Romelu Lukaku hafa náð vel saman í framlínunni.

Barcelona er að reyna kaupa Willian Jose, sóknarmann Real Sociedad en liðið fær undaþágu þrátt fyrir að glugginn sé lokaður. Framundan eru leikir gegn Getafe og Eibar í deildinni en eftir það mætir liðið Napoli í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner