Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   mán 12. febrúar 2024 19:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Forráðamenn Mbappe ekki hrifnir af tilboði Real Madrid
Mynd: EPA
Framtíð Kylian Mbappe er í mikilli óvissu en valið virðist standa á milli þess að framlengja við PSG eða fara á frjálsri sölu til Real Madrid í sumar.

Hann er talinn spenntur fyrir því að ganga til liðs við Real Madrid en forráðamenn hans eru ekki sannfærðir um að tilboð Real sé nógu gott.

Samningur hans við PSG rennur út eftir tímabilið svo önnur lið gátu byrjað að ræða við hann í byrjun árs.

Nýjasta tilboð Madrid er lægra en það sem liðið gat boðið honum þegar liðið reyndi við hann í maí 2022 en hann yrði samt sem áður launahæsti leikmaður spænska liðsins.

The Athletic greinir frá því að samkvæmt heimildum hafi tilboð Madrid árið 2022 hljóðað upp á rúmlega 22 milljón pund í árs laun og hann fengi 110 milljónir punda bónus fyrir að skrifa undir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner