![Lengjudeildin](/images/leng_150x150.png)
Gunnar Már Guðmundsson var í dag ráðinn þjálfari Fjölnis. Hann er oft kallaður Herra Fjölnir en hann lék lengi fyrir félagið á sínum leikmannaferli.
Hann tekur við af Úlfi Arnari Jökulssyni sem var látinn fara í byrjun vikunnar. Gunnar Már kemur til Fjölnis frá Þrótti Vogum en hann stýrði Þrótturum í 3. sæti 2. deildar á sínu fyrsta og eina ári með liðið.
Hann tekur við af Úlfi Arnari Jökulssyni sem var látinn fara í byrjun vikunnar. Gunnar Már kemur til Fjölnis frá Þrótti Vogum en hann stýrði Þrótturum í 3. sæti 2. deildar á sínu fyrsta og eina ári með liðið.
Úr tilkynningu Fjölnis
Gunnar Má þarf vart að kynna fyrir Fjölnisfólki. Hann er næst leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins og hefur spilað með Fjölni í öllum deildum landsins. Hann var þjálfari meistaraflokks kvenna 2016–2017, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla 2018–2020 og yfirþjálfari yngri flokka. Síðastliðið ár þjálfaði hann Þrótt Vogum með góðum árangri.
Það er sérstaklega ánægjulegt að tilkynna heimkomu „Herra Fjölnis“ nú þegar félagið fagnar 37 ára afmæli sínu.
Knattspyrnudeild Fjölnis þakkar stjórn Þróttar Vogum fyrir gott samstarf.
Velkominn heim Gunni!
Athugasemdir